In-Out-Hour!

Allt telur!


Hvernig stendur á því að svo margir setja það fyrir sig að byrja í ræktinni? Þá er ég ekki eingöngu að meina „í ræktinni að fara í líkamsræktarstöð og taka vel á því" heldur alls kyns líkamsrækt og reyndar líkams- og heilsurækt af öllum toga. Getur það verið af því að of mikil áhersla er lögð á sjáanlegan árangur? Getur það verið vegna þess að maður er ekki með mönnum nema ef þjösnast er í 90 mín. hið minnsta? Slíkan tíma geta þó ekki allir leyft sér að nota í heilsurækt sína á hverjum degi. Auðvitað er nauðsynlegt að brenna hitaeiningum umfram það sem líkaminn þarfnast til þess að grennast og léttast og slíkt krefst þess að meiri tíma sé varið í hreyfingu (fyrir marga 30-40 mín. hið minnsta). Ef markmið númer eitt er ekki endilega að grennast eða léttast heldur að fá ávinninginn af hreyfingunni fyrir hjarta- og æðakerfi og andlega vellíðan þá er óþarfi að eyða of miklum tíma í ræktinni.

Rannsóknir benda sterklega til þess að 30-60 mínútur á dag dugi til þess að fá umtalsverðar jákvæðar breytingar í hjarta- og æðakerfi og í almennri vellíðan (sjá skemmtilega framsetningu á þessu í myndbandinu hér neðst).

Gott er því að hafa í huga, þá sérstaklega þegar tími aflögu er lítill, að 10 mín að morgni í létta göngu, 10 mín í hádegi í léttri göngu og 10 mín hjólatúr í lok dags geta gert gæfumuninn fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi og almenna andlega og líkamlega vellíðan.

Klukkustund með öllu, þ.e.a.s að klæða sig í æfingaföt, hreyfa sig, fara í sturtu og klæða sig, er því tíminn sem allir ættu að fara létt með að „leyfa" sér að fá til þess að huga að heilsunni.

In - out - hour!  - a.m.k. þegar tíminn er af skornum skammti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband