Steinar B. Aðalbjörnsson

 

Steinar lauk háskólaprófi í matvæla- og næringarfræðum frá Auburn University í BNA árið 1997 og mastersprófi í næringarfræði frá sama skóla árið 2000. Hann tók viðbótarnám á sama tíma til að bæta við sig löggiltum næringarráðgjafaréttindum (Registered Dietitian; RD) frá University of Alabama at Birmingham árið 2000. Hluti af RD náminu var að starfa á hinum ýmsu stofnunum í BNA, s.s. fyrir sykursjúka, offitusjúklinga, nýrnasjúklinga, krabbameinssjúklinga ofl. Hann hefur starfað sem næringarfræðingur hjá Matvælastofnun (áður Hollustuvernd og Umhverfisstofnun) og sem markaðsstjóri hjá Matís sem er hans núverandi starf auk stundakennslu í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Samhliða þessum störfum hefur Steinar haldið námskeið, fyrirlestra og veitt heilsu- og næringarráðgjöf til einstaklinga, hópa, þjálfara og leikmanna félaga í hinum ýmsu íþróttagreinum, haldið utan um næringarfræðslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ, haldið fyrirlestra fyrir starfsmenn lítilla og stærri fyrirtækja og séð um alla næringarfræðslu á öllum námskeiðum Sporthússins, Baðhússins og einingum þeim tengdum. Áhersla Steinars og áhugasvið liggur í fæðubótarefnum og afkastaukandi efnum (food supplements and ergogenic aids) en auk þess hefur áhugi hans undanfarið beinst að stærsta vandamáli sem íslenska þjóðin mun glíma við á næstu árum og áratugum; offitu.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Steinar B Aðalbjörnsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband