Eru Seltyrningar eitthvað öðruvísi?

Föstudag einn fyrir ekki svo löngu fór ég út að hlaupa í grenjandi rigningu og roki (einn af fáum rigningadögum sumarsins hér á SV-landi). Hlaup mitt tók rúmlega 2 klst. og hljóp ég um vesturbæ Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. Fáir voru á hlaupum þennan daginn nema úti á Nesi. Þar mætti ég hið minnsta 15 hlaupurum.

Nú spyr ég eins og sá sem ekki veit: er hugarfar íbúa Seltjarnarness annað en annarra Íslendinga?

Er það vegna þess að þar eru hæstu launin (skv. fréttum fyrir ekki svo löngu síðan) og því meiri meðvitund þar um heilbrigðan lífsstíl og hollt og gott mataræði, þó svo að margir fræðimenn á Íslandi vilji ekki opinberlega viðurkenna að meðvitund um slíkt tengist menntun (og menntun tengist jú oftast hærri launum). Getum við hin lært af vinum okkar á Nesinu?

Hvernig eru skólakerfin uppbyggð? Nú hef ég oftar en einu sinni heyrt að mun minna sé um offitu barna á Nesinu en annars staðar. Er Seltjarnanes Boulder, Colorado þeirra Bandaríkjamanna þar sem heilsa íbúa og heilbrigt umhverfi er hátt skrifað hjá flestum (www.usatoday.com/news/nation/2010-02-15-cities_N.htm)?

Svipaða sögu fékk ég svo frá vinkonu minni sem þekkir til Noregs betur en ég. Hún hafði eftir fræðimönnum á ráðstefnu þar í landi að lífslíkur í „betri" hluta Ósló, þar sem umhverfið hvatti fólk til hreyfingar og útivistar, væru talsvert hærri en í „verri" hluta Ósló. Áhugavert!

Ég tel að alla svona, smáa jafnt sem stóra hluti þurfi að skoða. Við erum nefnilega ekki svo góð að vera yfir gagnrýni hafin og að við getum ekki lært ef einhverjir aðrir gera hlutina betur en við sjálf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband